• Reykjavík

Miðnæturhlaup Suzuki 2025

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í Laugardalnum 19. júní 2025 og get þátttakendur valið á milli þriggja vegalenda, 5km, 10km og hálfmaraþon. Að loknu hlaupi er hlaupurum svo boðið í sundlaugapartý í Laugardalslaug.

Miðnæturhlaup Suzuki er einstakt og spennandi hlaup sem fer fram um sumarsólstöður í hjarta Reykjavíkur. Þátttakendur hlaupa undir miðnætursólinni, sem skapa töfrandi og ógleymanlega stemningu. Hlaupið býður upp á mismunandi vegalengdir, svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þú ert vanur hlaupari eða byrjandi, þá er Miðnæturhlaup Suzuki frábær leið til að njóta hreyfingar og náttúrufegurðar á sama tíma.

Skráning

Hægt er að velja milli þriggja vegalengda og hvort þátttakandi vilji taka þátt í keppni eða ekki.

Almennur miði:

Veitir þátttakendum rétt til að taka þátt í hlaupinu án þess þó að keppa til verðlauna og úrslit fara ekki í afrekaskrá FRÍ. Innifalið er þátttaka í Miðnæturhlaupinu 2025, lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS, hlaupanúmer, tímaflaga, þjónusta á braut, medalía að loknu hlaupi.

Keppnismiði:

Þátttakendur sem kaupa keppnismiða hafa val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Innifalið er þátttaka í Miðnæturhlaupinu 2025, umsókn um FRÍ vottun, skráning í afrekaskrá FRÍ, verðlaun til fyrstu þriggja hlaupara í hverri vegalengd og fyrsta hlaupara í hverjum aldursflokki, lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS, hlaupanúmer, tímaflaga, þjónusta á braut, medalía að loknu hlaupi.

Fimmtudagurinn 19. júní 2025

16:30 - Afhending gagna hefst í Laugardalshöll

19:30 - Töskugeymsla opnar í Skautahöllinni í Laugardal

20:30 - Upphitun í hefst

20:45 - Þátttakendur finna sín ráshólf í hálfmaraþoni og 10 km

21:00 - Hálfmaraþon og 10 km er ræst

21:05 - Þátttakendur finna sín ráshólf í 5 km

21:15 - 5 KM er ræst

22:00 - Sundlaugapartý hefst

00:00 - Braut og töskugeymsla lokar - Tímatöku lýkur