Corsa
Almennir skilmálar

Vinsamlegast farið vel yfir skráningarupplýsingar seldra miða þegar skráning fer fram. Ekki er hægt að tryggja breytingar á skráningu án endurgjalds.

Ef viðburður fellur niður, þá er þeim sem hafa skráð sig boðin sambærileg skráning á næsta viðburð viðburðarhaldara, eða full endurgreiðsla á skráningagjöldum nema annað sé tekið fram af viðburðarhaldara við skráningu.

Ef dag- eða tímasetningu viðburðar er breytt, þá færast skráningar sjálfkrafa á nýja dag/tímasetningu. Ef ný dag/tímasetning hentar ekki, á kaupandi rétt á endurgreiðslu, en Corsa getur sett ákveðin tímamörk sem viðskiptavinir hafa til að falla frá kaupunum.

Þegar þú hefur keypt miða á viðburð, hefur þú 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu á kaupunum hjá Corsa. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.

Á flesta viðburði er miðafjöldi takmarkaður við miðakaup, ef farið er fram hjá skráningarkerfinu með misnotkun á þeim reglum og fleiri skráningar eru keyptir á saman nafn, kennitölu, netfang eða kreditkort, þá áskilur Corsa sér rétt til þess að ógilda alla miða sem keyptir eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er.

Með skráningu og kaupum á miðum hjá Corsa, samþykkir þú að fá sendan tölvupóst, frá þeim aðila er stóð að viðburðinum. Corsa fer með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög, persónuverndarstefna Corsa er aðgengileg á vef Corsa.. Allir viðburðir sem í sölu eru hjá Corsa eru ábyrgð aðstandenda viðburðar, ekki Corsa.

Corsa og aðstandendur viðburða bera enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur.