• Laugavegurinn

Laugavegshlaupið 2025

Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup en Laugavegurinn tengir saman Landmannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðu hálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúruperlur.

Laugavegshlaupið er ekki fyrir gangandi þátttakendur en er ætlað reynslumiklum hlaupurum 18 ára og eldri sem eru í mjög góðri alhliða líkamlegri þjálfun og geta uppfyllt ákveðin skilyrði en þau má finna hér: Er Laugavegshlaupið fyrir þig? - Laugavegshlaupið

Skráning

Skráning opnar fyrsta miðvikudag í nóvember ár hvert og er opin í viku. Ákveðinn fjöldi stigahæstu ITRA hlaupara komast beint í hlaupið en hinir fara í lottó úrdrátt. Þau sem komast ekki í hlaupið eftir lottóið fá 100% endurgreiðslu og fara á biðlista. Nánar hér Skráning - Laugavegshlaupið

Fimmtudagur 10. júlí, 2025

15:00 - Afhending gagna opnar í Laugardalshöll

17:30 - Afhending gagna lokar

Föstudagur 11. júlí, 2025

14:00 - Afhending gagna opnar í Laugardalshöll

16:30 - Afhending gagna lokar

Laugardagur 12. júlí, 2025

04:30 - Rútur leggja af stað frá Skautahöllinni í Laugardal - Gulur, Rauður og Grænn ráshópur

05:00 - Rútur leggja af stað frá Skautahöllinni í Laugardal - Blár og Bleikur ráshópur

09:00 - 09:35 Ræsing ráshópa - Nánari upplýsingar Dagskrá á hlaupdegi - Laugavegshlaupið

18:50 - Tímatöku lýkur