Ef gleymist að sækja vöruna þá er hægt að sækja hana á skrifstofu ÍBR á mánudaginn eftir hlaup á skrifstofutíma.
Létt og þægilegt eyrnaband úr Polartec® Power Grid™ efni sem er fljótþornandi og andar einstaklega vel.
Þessi bakpoki er framleiddur úr afgangsefni úr verksmiðju okkar og kemur þess vegna í takmörkuðu upplagi. 15L bakpoki sem hentar vel í hvers kyns ferðalög. Hann er vatteraður að innan og því gott að geyma til dæmis tölvu, myndavél eða annan viðkvæman tækjabúnað í honum. Hann er svo auðvitað frábær fyrir nestið, aukafatnað eða skólabækurnar.
Málin á bakpokanum eru 40 cm x 35cm x 10cm.
35L taska framleidd úr afgangsefni úr verksmiðju okkar, en það er okkur mikilvægt að nýta allt efni eins vel og við getum til þess að koma í veg fyrir sóun. Taskan hentar vel sem íþróttataska eða fyrir hvers kyns ferðalög. Þrjú opin hólf innan í töskunni fyrir litla hluti. Stillanleg ól sem hægt er að smella af.
Mál töskunnar: Hæð 30cm x Lengd 45cm x Breidd 25cm.