Laugardaginn 23. ágúst 2025 fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem er stærsta hlaupahátíð Íslands.
Hægt er að velja milli fjögurra vegalengd og hvort þátttakandi vilji taka þátt í keppni eða ekki.
Veitir þátttakendum rétt til að taka þátt í hlaupinu án þess þó að keppa til verðlauna og úrslit fara ekki í afrekaskrá FRÍ. Innifalið er þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu 2025, Lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS, hlaupanúmer, tímaflaga, þjónusta á braut, medalía að loknu hlaupi.
Þátttakendur sem kaupa keppnismiða hafa val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Innifalið er þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu 2025, umsókn um FRÍ vottun, skráning í afrekaskrá FRÍ, verðlaun til fyrstu þriggja hlaupara í hverri vegalengd og fyrsta hlaupara í hverjum aldursflokki, lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS, hlaupanúmer, tímaflaga, þjónusta á braut, medalía að loknu hlaupi.
15:00 - Afhending gagna hefst og Fit & Run Expo opnar í Laugardalshöll
20:00 - Afhending gagna lokar.
14:00 - Afhending gagna hefst og Fit & Run Expo opnar í Laugardalshöll
19:00 - Afhending gagna lokar.
07:00 - Upplýsingamiðstöð opnar í Hljómskálagarðinum
07:30 - Töskugeymsla opnar í Hljómskálagarðinum
08:30 - Þátttakendur finna sín ráshólf
08:40 - Maraþon og hálfmaraþon er ræst
09:30 - Þátttakendur finna sín ráshólf
09:40 - 10 KM er ræst
11:30 - Upphitun í Skemmitskokki hefst
12:00 - Skemmtiskokk ræst
15:00 Upplýsingamiðstöð og töskugeymsla lokar